Leipzig-Linz-brettaferð

Jæja kæru vinir erum ekki búin að vera dugleg að blogga, aðalega vegna tíma-og internetsskorts.

Lögðum af stað frá Leipzig frekar snemma þar sem að um 600 kílómetrar aðskildu okkur og Linz Eftir aðeins fá stopp og allt gekk eins og í sögu, vorum við að nálgast Passau og þá fór að glitta í vw transporter sendi bil sem var óþarflega mikið að elta okkur, svo á endanum kom hann hliðiná okkur og störðu mennirnir inní bílinn hjá okkur, þá fórum við að fatta að þetta var Þýski tollurinn. Svo fór hann frammúr okkur og fyrir framan okkur og þá byrjaði afturrúðan að blikka.....

ferðalag 2 hluti 010ferðalag 2 hluti 012

 









Eltum hann að bílastæði sem var í grenndinni. Þegar við stoppuðum voru þeir báðir komnir fyrir utan hurðinna hjá Júlla og báðu okkur um að drepa á bílnum og taka lykilinn úr, svo fóru þeir að spyrja hvaðan við værum og hvert við værum að fara og hvað við værum að fara að gera.
Þeir kíktu létt  í skottið og hanskahólfið og litu aðeins inní bílinn allan. Svo sögðu þeir að við mættum fara enn sögðu að næst þegar tollurinn tæki okkur mættum við EKKI taka myndir ! :)

Eftir þetta ævintýri  keyrðum við áfram og í gegnum passau, svo ókum við sveitaveg meðfram dóná frá Passau til Linz og fórum við í gegnum ófáa sveitabæji..
Þegar við vorum að keyra inní leonding( hverfið sem mamma átti heima í Linz ) fórum við að taka eftir bláum golf sem að elti okkur óþarflega mikið í gegnum leonding. svo lögðum við bara í stæði fyrir utan hjá Helgu og spáðum ekkert meir í því.  Um 2 mínútum seinna sáum við löggubíl þjótafram hjá.. og 2 mínútum eftir það kom annar löggubíll með ljósin og sírenurnar á alveg í kvínandi botni fór upp götuna hjá okkur og á endanum mætti hann hinum löggubílnum sem var á leiðinni niður aftur, sá bíll stoppaði svo hjá okkur, um leið og hann stoppaði hjá okkur, heyrðum við golfinn botna í burtu..
Löggan stoppaði svo hjá okkur, kíkti á númerið og kallaði svo einhvað í talstöðina og þá kom hinn bíllin til okkar líka. Þá hafði maðurinn á bláagolfinum hringt á lögguna og elt okkur til að vísa lögguni á okkur. Löggan vildi bara sjá pappírana og vita hvað við vorum að gera hér og hversu lengi við ætluðum að vera, eftir að hafa útskýrt það fór löggan aftur og við komumst loksins heim til mömmu :)

Í linz erum við búin að vera að gera helling, Linda var að vinna á lífrænum veitingastað sem heitir paa, Júlli fór og setti upp hljóðkerfi á skemmtistað, fórum í göngutúra, sund, skoðum kastala, fórum í búðir, fórum á bílasölur, hjálpuðum mömmu að flytja í nýjahúsið og gerðum nánast allt sem okkur datt í hug :)
Svo einn góðan veðurdag þegar við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að vera að vinna við í vetur, eða hreinlega hvað við ættum að gera í vetur,  fórum við að tala um snjóbretti og út frá því spratt upp umræðan um að verða snjóbrettakennarar, eftir að hafa talað við Lindu frænku um hvernig þetta hafi verið ákváðum við að skrá okkur í snjóbrettakennara skóla, Raggi fann brettaskóla í Kaprun sem kenndi á Ensku, við skráðum okkur í hann og segjum ykkur frá því svakalega ævintýri í næstu færslu, sem verður fljótlega :)

Kveðja frá Linz 

Júlli og Linda :)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

en hvað það er gaman að það sé komið meira blogg :))  duglegir krakkar að lenda í ævintýrum, svona á þetta að vera. lovjú lovjú

mamma sín (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband