Ferðin frá Íslandi til Hamburg

Skipið fór af stað 8 um kvöldið silgdi beint til færeyja og vorum við komin þangað um hádegisbil daginn eftir, dagurinn fór allur í það að labba um Þórshöfn og skoða okkur um, ekkert svakalega spennandi staður fyrir fólk undir 55 ára :).

Færeyjar
Færeyjar

 Fórum svo um borð aftur og héldum af stað til Esbjerg. Við getum lítið sagt frá Norrænu ferðinni þar sem að við gerðum fátt annað enn að horfa á Flakkarann og sjóinn til skiptis þar sem að allt sem hægt var að gera um borð var frekar dýrt, sáum meirisegja höfrunga í eitt skiptið :).
 Hálf 5 morgunin 3 oktober vöknuðum við við kall frá skipstjóranum um að það væru 2 tímar í að við kæmum í land og klukkutími í að við ættum að vera búin að yfirgefa klefana. Tókum okkur til, og forum útá deck og fylgdumst með þegar við komum að landi. Það tók ekki nema um 3,5 tíma eftir að við komum að höfninni þangað til að við komumst úr bátnum

Ef vel er horft sést benzin þarna inn á milli :)
Bílaportið í Norrænu

.
Það var mikill léttir að komast frá skipinu, þó svo að dvölin hafi verið góð. Þegar við komum til danmerkur ákváðum við að vera ekkert strax að keyra eftir gpsinu og létum bara ráðast hvert við færum og hvar við gistum :D Eftir um 3 tíma akstur um sveitavegi danmerkur og ótal bæji og hringtorg forum við að sjá fána frá flestum Evrópu ríkjunum, þá forum við að átta okkur á því að við áttum eftir að fá okkur Danska pulsu. Nú voru góð ráð dýr, þar sem að það eina sem við ætluðum að gera í danmörku var að fá okkur pulsu. Enn fljótlega áður enn við komum að landamærunum fundum við þessa fínu pulsu sjoppu, stoppuðum og fengum okkur þessa fínu pulsur :D
 Eftir að hafa hennt í okkur þessum fínu pulsum héldum við áfram niður danmörku og inní þýskaland, fljótlega eftir að við komum til Þýskalands forum við að spá í hvert við ættum að fara, og var tekin ákvörðun um að fara til Berlínar og gista þar, þar sem að Lindu var búið að dreyma um að koma þangað í óra tíma. Eftir smá akstur forum við að sjá Hamburg skilti, eftir nokkur þannig og smá spjall föttuðum við að það væri örugglega gaman að skoða Hamburg, þannig að við fórum í það að finna okkur gistingu þar. Eftir dálitla leit fundum við þetta fína hotel þokkalega nálægt miðbænum. Löbbuðum og fengum okkur að borða, skoðuðum aðeins Hamborg og fórum svo í háttin……….. 
 
Það er komin matur núna, skrifum meira hérna inn á morgun :D

  Kv. frá Austuríki
  Júlli og Linda :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar. Gaman að lesa bloggið frá ykkur og sjá myndirnar! sjitt hvað það er örugglega gaman hjá ykkur, hér á íslandi er bara búið að vera allt í snjó og svo er öllu búið að rigna niður og siggi stormur er bara svartsýnn!  Hlakka til að fá fleyri myndir af útlandinu þar sem þið eruð alltaf að tala um þetta góða veður vil ég fá sönnun fyrir því! ;) hahah Njótið lífsins elskurnar ég hugsa stanslaust til ykkar;) love love:**

Eyrún (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband