Byrjunin á ferðalaginu ógurlega!

Góðan dagin kæru vinir.
Hérna inni ætlum við skötuhjúin að láta inn smá dagbók af því sem við ætlum að bralla í þessu ferðalagi okkar sem mun standa um óákveðin tíma :)

Þetta byrjaði allt á saklausum mánudegi, nánar tiltekið mánudagurinn 28 september 2009.
ætluðum að leggja af stað frekar snemma og keyra nálægt Höfn og gista þar.
Enn nei kæru vinir... dagurinn byrjaði vel, vorum komin á ný dekk og alles þá ákvað Lykillin af benzanum að bila, hann hætti alltí einu að opna bílinn, með tilheyrandi ánægju kvennmannsins í sambandinu.
Enn eftir 3 tíma rúnt og bras þá náðum við með hjálp Hellu liðsins að liðka skránna þannig að hægt væri að opna með lyklinum.
Eftir að þetta var komið í lag var okkur ekkert að vanbúnaði og var farið í að kveðja fólkið á kvistabergi 7, vini og herra Prince.
Keyrðum á Höfn og gistum þar eina nótt á fínni bændagistingu.
Bændagistingin við Höfn


lögðum svo á stað snemma morguninn eftir til Egilsstaða þar sem við gistum seinni nóttina fyrir skipssiglinguna miklu.









Svo kom dagurinn ógurlegi, sem við vorum búin að bíða spennt eftir í langan langan tíma,
dagurinn sem skipið átti að yfirgefa höfnina.



Eftir langa bið til að innrita bílinn, eða um 2 tókst okkur að keyra bílinn inn, fórum upp á 4 hæð í bílakjallaranum og fengum þetta fína stæði fyrir bílinn, dúlluðum okkur uppí klefa og fengum þennan fína 3 manna klefa á 8 hæð með glugga útá sjó, tókum því miður engar myndir af klefanum.

Þið fáið meiri fréttir fljótlega.

Kv. frá Austuríki
Júlli og Linda:)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MYR

Hlakka svakalega mikið til að eyða með ykkur vetrinum :D:D ...og æðislegt að fá ykkur hingað í útlandið :D

MYR, 6.10.2009 kl. 20:47

2 identicon

hææ elskurnar:D váá sjúkt gaman að lesa þetta, og vá hvað eg get ýmindað mér hana Lindu í rosa góðu skapi þegar lykilinn var í stuði:D

hlakka sjúkt til að lesa meira og fá að sjá fuuuullt af myndum lovjúúúu:*** sakni sakn

Fanney (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 21:23

3 identicon

hæ elskurnar, flott síða hjá ykkur ég er búin að reyna og reyna að commenta á hitt bloggið en ekkert gekk:( vonandi gengur það núna....  það losnar aðeins um hjartahnútinn að geta lesið um ykkur fallegu duglegu  krakkar, allir biðja að heilsa, knús og kossar, lovjú lovjú lovjú 

mammma sín (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:32

4 identicon

hæ sædu, flott síða og gaman að geta lesið um ykkur. ég safna flöskum og lím, bora og bind á fullu svo ég geti komið í heimsókn  missjú lovjú og síjú :*:D

sætasta systir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband