Leipzig-Linz-brettaferð

Jæja kæru vinir erum ekki búin að vera dugleg að blogga, aðalega vegna tíma-og internetsskorts.

Lögðum af stað frá Leipzig frekar snemma þar sem að um 600 kílómetrar aðskildu okkur og Linz Eftir aðeins fá stopp og allt gekk eins og í sögu, vorum við að nálgast Passau og þá fór að glitta í vw transporter sendi bil sem var óþarflega mikið að elta okkur, svo á endanum kom hann hliðiná okkur og störðu mennirnir inní bílinn hjá okkur, þá fórum við að fatta að þetta var Þýski tollurinn. Svo fór hann frammúr okkur og fyrir framan okkur og þá byrjaði afturrúðan að blikka.....

ferðalag 2 hluti 010ferðalag 2 hluti 012

 









Eltum hann að bílastæði sem var í grenndinni. Þegar við stoppuðum voru þeir báðir komnir fyrir utan hurðinna hjá Júlla og báðu okkur um að drepa á bílnum og taka lykilinn úr, svo fóru þeir að spyrja hvaðan við værum og hvert við værum að fara og hvað við værum að fara að gera.
Þeir kíktu létt  í skottið og hanskahólfið og litu aðeins inní bílinn allan. Svo sögðu þeir að við mættum fara enn sögðu að næst þegar tollurinn tæki okkur mættum við EKKI taka myndir ! :)

Eftir þetta ævintýri  keyrðum við áfram og í gegnum passau, svo ókum við sveitaveg meðfram dóná frá Passau til Linz og fórum við í gegnum ófáa sveitabæji..
Þegar við vorum að keyra inní leonding( hverfið sem mamma átti heima í Linz ) fórum við að taka eftir bláum golf sem að elti okkur óþarflega mikið í gegnum leonding. svo lögðum við bara í stæði fyrir utan hjá Helgu og spáðum ekkert meir í því.  Um 2 mínútum seinna sáum við löggubíl þjótafram hjá.. og 2 mínútum eftir það kom annar löggubíll með ljósin og sírenurnar á alveg í kvínandi botni fór upp götuna hjá okkur og á endanum mætti hann hinum löggubílnum sem var á leiðinni niður aftur, sá bíll stoppaði svo hjá okkur, um leið og hann stoppaði hjá okkur, heyrðum við golfinn botna í burtu..
Löggan stoppaði svo hjá okkur, kíkti á númerið og kallaði svo einhvað í talstöðina og þá kom hinn bíllin til okkar líka. Þá hafði maðurinn á bláagolfinum hringt á lögguna og elt okkur til að vísa lögguni á okkur. Löggan vildi bara sjá pappírana og vita hvað við vorum að gera hér og hversu lengi við ætluðum að vera, eftir að hafa útskýrt það fór löggan aftur og við komumst loksins heim til mömmu :)

Í linz erum við búin að vera að gera helling, Linda var að vinna á lífrænum veitingastað sem heitir paa, Júlli fór og setti upp hljóðkerfi á skemmtistað, fórum í göngutúra, sund, skoðum kastala, fórum í búðir, fórum á bílasölur, hjálpuðum mömmu að flytja í nýjahúsið og gerðum nánast allt sem okkur datt í hug :)
Svo einn góðan veðurdag þegar við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að vera að vinna við í vetur, eða hreinlega hvað við ættum að gera í vetur,  fórum við að tala um snjóbretti og út frá því spratt upp umræðan um að verða snjóbrettakennarar, eftir að hafa talað við Lindu frænku um hvernig þetta hafi verið ákváðum við að skrá okkur í snjóbrettakennara skóla, Raggi fann brettaskóla í Kaprun sem kenndi á Ensku, við skráðum okkur í hann og segjum ykkur frá því svakalega ævintýri í næstu færslu, sem verður fljótlega :)

Kveðja frá Linz 

Júlli og Linda :)


Berlín

Það var rosa gaman hjá okkur á leiðini frá Hamburg til Berlínar.. þegar við komum svo til Berlínar fundum við okkur hotel og fórum að rölta niður í miðborg Berlínar í leit að veitingastað, eftir að hafa labbað í dálitla stund funduð við þennan fína ítalska veitingastað, þegar við höfðum lokið við að lesið matseðilinn komumst við að því að þetta væri einvher hollustu veitingastaður, kom samt skemmtilega á óvart hvað hann var góður, grænt spagettí og pizza með alvöru pepparóní á.. J
Svo var tekið smá labb í gegnum berlín og farið heim í háttin.
Morgunin eftir pökkuðum við saman og ætluðum aftur inní miðbæ,eftir raunir gærdagsins ætluðum við að fara öruggu leiðinna og keyra á matsölustað og labba svo, ekki labba svöng útum allt í leit af mat.  Enn eftir að hafa keyrt framhjá ótal matsölustöðum með engum bílastæðum nálægt ákváðum við að leggja bara og labba aftur og finna okkur svo einhvað að borða. Við löbbuðum um hálfa berlínarborg þegar við loksins fundum einhvað sem okkur leist á og það var líka bara þessi fíni veitingastaður þar sem að við sátum úti í steikjandi sól og hita að borða og þjónninn misti kál ofaní bjórinn hans júlla þegar hann átti bara 2 sopa eftir og fékk nýjan bjór frían..
J eftir morgunmatinn héldum við áfram að labba aðal götuna í Berlín og sáum þá stóran vegg eða þetta leit eigilega út eins og einhver risa stór inngangur að einhverju, við vorum mikið að spá í hvort að þetta væri hinn frægi Berlínarmúr en við komumst eigilega aldrei að lokaniðurstöðu í þeim málum J þetta var allavega allt mjög fallegt.
Þennan dag var líka farið í fyrstu en alls ekki seinustu H&M leiðangurinn. Þegar dagurinn var svo langt komin og bílastæða kortið okkar alveg að renna út fórum við í bílinn og héldum til Leipzig en þar er Porsche cayenne og panamera framleiddir og þar er líka Porsche prufu brautin sem má stundum prófa að keyra og skoða en það var því miður allt löngu uppselt svo að við tökum okkur bara bíltúr þangað aftur seinna og prufum þetta allt saman J Þetta kvöld vorum við frekar þreytt svo að við ákváðum að fá okkur bara einhvað einfalt af bensínstöðini að borða, þar voru þessir fínu hamborgarar í boði og  við ákváðum að panta okkur svoleiðis, neinei þá voru þetta kaldir tilbúnir hamborgarar með steiktum lauk og fullt af einhverju drasli á sem var bara skellt í örbylgjuofn, við brunuðum svo uppá hótel með hamborgarana og höfðum kósý flakkara kvöld. Daginn eftir ætluðum við að skoða okkur um í Leipzig en okkur fanst það svo ekkert alltof spennandi þar sem að það var þoka yfir öllum bænum, svo að við tókum þá ákvörðun um að þetta hafi verið seinusta nóttin okkar á flækingi og ferðini yrðið heitir til Austurríkis nárar tiltekið til Linz þar sem að Mamma, Raggi og Róbert biðu spennt eftir að hitta okkur J...  

Við segjum ykkur frá þeim langa leiðangri í næsta bloggi J 

Kveðja frá Linz
Júlli og Linda


Hamburg

Sunnudagurinn 4 okt.
Vöknuðum snemma og ákvaðum að leita af miðbænum til að fá okkur morgunmat.
Eftir smá rúnt í leit af miðbænum og mat vorum við allt í einu komin að einhverju risa húsi, eftir margar getgátur um hvað þetta væri var ákveðið að komast að því, keyrðum nánast allan hringin í kring, og á seinustu hliðinni var opin ein hurð, og viti menn fyrir innan voru fullt af bílum :D  þá var einhver huge bílasýning inní húsinu, gátum að sjálfsögðu ekki sleppt því að fara á hana þannig að við fundum þetta fína inni bílastæði undir einhverju hóteli og löbbuðum á sýinguna. 
 benztrabbi
1þ 4921þ 583
Demanta felgan hennar Lindu :)

Þetta voru 7 sýningahallir allar á 2 hæðum og mörg hundruð bílar af öllum gerðum þarna inni, efitr að við vorum búin að labba í nokkrar mínútur og skoða einhvað af bílum sáum við allt í einu fullt af fólki nánast hlaupa út um einhverjar hliða dyr, þannig við túristarnir ákvaðum bara að elta fjöldan. Þá var Team Falken að sýna drift í porti sem var á milli salanna.  Seinna komu svo fleirri sýningar atriði með bílum að spóla.
1þ 5571þ 318

Fengum líka þessar fínu XL pulsur á sýningunni J
pulsa
Eftir að hafa verið í um 3 tíma þarna inni og tekið ótal myndir fórum við útí bíl og spáðum í hvert átti að fara næst.  Fljótlega var tekin ákvörðun um að fara til Berlínar og vera þar næstu nótt. Keyrðum einn hring í gegnum Hamburg og strunsuðum svo í átt til Berlínaborgar....

Við setjum svo fleiri myndir af bílasýninguni inní myndaalbúin :)

Kveðja frá Linz

Júlli og Linda :)


Ferðin frá Íslandi til Hamburg

Skipið fór af stað 8 um kvöldið silgdi beint til færeyja og vorum við komin þangað um hádegisbil daginn eftir, dagurinn fór allur í það að labba um Þórshöfn og skoða okkur um, ekkert svakalega spennandi staður fyrir fólk undir 55 ára :).

Færeyjar
Færeyjar

 Fórum svo um borð aftur og héldum af stað til Esbjerg. Við getum lítið sagt frá Norrænu ferðinni þar sem að við gerðum fátt annað enn að horfa á Flakkarann og sjóinn til skiptis þar sem að allt sem hægt var að gera um borð var frekar dýrt, sáum meirisegja höfrunga í eitt skiptið :).
 Hálf 5 morgunin 3 oktober vöknuðum við við kall frá skipstjóranum um að það væru 2 tímar í að við kæmum í land og klukkutími í að við ættum að vera búin að yfirgefa klefana. Tókum okkur til, og forum útá deck og fylgdumst með þegar við komum að landi. Það tók ekki nema um 3,5 tíma eftir að við komum að höfninni þangað til að við komumst úr bátnum

Ef vel er horft sést benzin þarna inn á milli :)
Bílaportið í Norrænu

.
Það var mikill léttir að komast frá skipinu, þó svo að dvölin hafi verið góð. Þegar við komum til danmerkur ákváðum við að vera ekkert strax að keyra eftir gpsinu og létum bara ráðast hvert við færum og hvar við gistum :D Eftir um 3 tíma akstur um sveitavegi danmerkur og ótal bæji og hringtorg forum við að sjá fána frá flestum Evrópu ríkjunum, þá forum við að átta okkur á því að við áttum eftir að fá okkur Danska pulsu. Nú voru góð ráð dýr, þar sem að það eina sem við ætluðum að gera í danmörku var að fá okkur pulsu. Enn fljótlega áður enn við komum að landamærunum fundum við þessa fínu pulsu sjoppu, stoppuðum og fengum okkur þessa fínu pulsur :D
 Eftir að hafa hennt í okkur þessum fínu pulsum héldum við áfram niður danmörku og inní þýskaland, fljótlega eftir að við komum til Þýskalands forum við að spá í hvert við ættum að fara, og var tekin ákvörðun um að fara til Berlínar og gista þar, þar sem að Lindu var búið að dreyma um að koma þangað í óra tíma. Eftir smá akstur forum við að sjá Hamburg skilti, eftir nokkur þannig og smá spjall föttuðum við að það væri örugglega gaman að skoða Hamburg, þannig að við fórum í það að finna okkur gistingu þar. Eftir dálitla leit fundum við þetta fína hotel þokkalega nálægt miðbænum. Löbbuðum og fengum okkur að borða, skoðuðum aðeins Hamborg og fórum svo í háttin……….. 
 
Það er komin matur núna, skrifum meira hérna inn á morgun :D

  Kv. frá Austuríki
  Júlli og Linda :)


Byrjunin á ferðalaginu ógurlega!

Góðan dagin kæru vinir.
Hérna inni ætlum við skötuhjúin að láta inn smá dagbók af því sem við ætlum að bralla í þessu ferðalagi okkar sem mun standa um óákveðin tíma :)

Þetta byrjaði allt á saklausum mánudegi, nánar tiltekið mánudagurinn 28 september 2009.
ætluðum að leggja af stað frekar snemma og keyra nálægt Höfn og gista þar.
Enn nei kæru vinir... dagurinn byrjaði vel, vorum komin á ný dekk og alles þá ákvað Lykillin af benzanum að bila, hann hætti alltí einu að opna bílinn, með tilheyrandi ánægju kvennmannsins í sambandinu.
Enn eftir 3 tíma rúnt og bras þá náðum við með hjálp Hellu liðsins að liðka skránna þannig að hægt væri að opna með lyklinum.
Eftir að þetta var komið í lag var okkur ekkert að vanbúnaði og var farið í að kveðja fólkið á kvistabergi 7, vini og herra Prince.
Keyrðum á Höfn og gistum þar eina nótt á fínni bændagistingu.
Bændagistingin við Höfn


lögðum svo á stað snemma morguninn eftir til Egilsstaða þar sem við gistum seinni nóttina fyrir skipssiglinguna miklu.









Svo kom dagurinn ógurlegi, sem við vorum búin að bíða spennt eftir í langan langan tíma,
dagurinn sem skipið átti að yfirgefa höfnina.



Eftir langa bið til að innrita bílinn, eða um 2 tókst okkur að keyra bílinn inn, fórum upp á 4 hæð í bílakjallaranum og fengum þetta fína stæði fyrir bílinn, dúlluðum okkur uppí klefa og fengum þennan fína 3 manna klefa á 8 hæð með glugga útá sjó, tókum því miður engar myndir af klefanum.

Þið fáið meiri fréttir fljótlega.

Kv. frá Austuríki
Júlli og Linda:)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband